Laugavegur / Skipholt

Hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag svæðis meðfram samgöngu- og þróunarás við Laugaveg.

Reykjavíkurborg auglýsir eftir þátttakendum fyrir forval lokaðrar hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag svæðis við Laugaveg/Skipholt. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands.

Hugmyndasamkeppnin gengur út á að fá fram spennandi og framsæknar hugmyndir um skipulag á svæðinu.

Markmið er að stuðla að uppbyggingu blandaðrar byggðar íbúða, verslunar og annarrar atvinnustarfsemi ásamt þróun ásýndar Laugavegs yfir í borgargötu sem eru í samræmi við meginstefnu gildandi Aðalskipulags Reykjavíkur 2010–2030.

Leiðarljós, markmið og tilhögun samkeppninnar ásamt öllum nánari upplýsingum um lágmarkskröfur og hæfni þátttakenda koma fram í drögum að keppnislýsingu sem er aðgengileg í gegn um tengil hér neðar.

Áhugasamir aðilar skulu fylla út skjal sem er aðgengilegt á ofangreindu vefsvæði og senda nöfn þátttakenda og greinargerð, ásamt samantekt á þátttöku og árangri í samkeppnum og öðrum sambærilegum verkefnum til Umhverfis og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, skipulagsfulltrúi, Borgartúni 12–14, 105 Reykjavík merkt „Laugavegur/ Skipholt, forval“ fyrir lok dags 6. mars 2017.

Umhverfis- og skipulagssvið
Reykjavíkurborgar
Sími: 411 11 11

Borgartúni 12 - 14
105 Reykjavík